Niðjatal Einars Ásgrímssonar og kvenna hans

Ásgrímur Einarsson

Niðjatal Ásgríms Einarssonar
 og Stefaníu Guðmundsdóttur

Skráðir niðjar: 8

asgrogstefania.jpg
Ásgrímur Einarsson og Stefanía Guðmundsdóttir

Ásgrímur ólst að mestu leiti upp með Sölva Sigurðssyni bónda á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð og naut þat heimafræðslu og sóknarprests. Fór svo í Stýrimannaskólann og lauk þar farmannaprófum. Var svo stýrimaður og skipsstjóri á hákarlaskipum við Siglufjörð og Eyjafjörð, en síðast hafnsögumaður á Sauðárkróki. Einnig bóndi að Ysta-Hóli í Sléttuhlíð 1910-13, Ási í Hegranesi (að hálfu) 1913-24 og Reykjum á Reykjaströnd 1924-31. Fluttist þá til Sauðárkróks og keypti húsið Suðurgötu 14. Átti þar heima til æviloka. Ásgrímur bjó góðu búi í Ási og Reykjum en stundaði þar jafnhliða sjósókn. Hann var við barnakennslu áður en hann kvæntist og formaður fræðslunefndar í Hegranesi um nokkurr ár. Deildarstjóri fyrir Rípurhrepp í Pöntunarfélagi Skagfirðinga, meðan það starfaði, studdi og ýmis önnur félagasamtök. Hann var hár maður vexti, en eigi þrekinn, skolhærður, gráeygur og að öllu hinn karlmannlegasti. Hafði vináttu allra, er kynntust honum. Fékk konungsbréf fyrir giftingunni 28.11.1909 vegna frændseminnar. Að Reykjum stóð kirkja á 11. öld samkvæmt Grettissögu, sennilega byggð stuttu eftir kristnitökuna á tíma sem Þorvaldar er sagður hafa búið á Reykjum. Í Grettissögu segir að eftir dráp Grettis og Illuga hafa menn sótt líkin og fært þau „út til Reykja á Reykjaströnd og grófu þar að kirkju. Og er það til marks að Grettir liggur þar að um daga Sturlunga er kirkja var færð að Reykjum voru grafin upp bein Grettis og þótti þeim geysistór og þó mikil." Á lítilli hólbungu stóðu fjárhús og var grjótrétt ofan þeirra. Þar voru tóftir og hringlaga garður utan um, norðan, austan og sunnan réttarinnar, áður en sléttað var vegna túnræktunar. Kirkjugarðs var leitað sumarið 2010 en engin merki fundust um hann. [Skagfirskaræviskrár 1890-1910 bindi: 3 bls 12

Forsíða (frontpage) | Saga | Niðjatal (pedigree, stammbaum) | Ungar (newborn, neugeborene) | Framætt (Ahnen, ancestors) | Kristbjörg Jónsdóttir | Margrét Jónsdóttir | Sigurbjörg Magnúsdóttir | Sigurbjörg Jónsdóttir | Myndir (photos, bilder) | Heimasíður (Links) | Afmælisdagar (birthdays, geburtstags) | Contact | From Adam and Eve | Frosti | Kristbjörg Einarsdóttir
next.gif

Smellið á undirstrikað til að komast áfram
(click on underlined to forward).


        Ásgrímur Einarsson, f. 1. maí 1877 Illugastöðum í Flókadal, d. 6. mars 1961 Sauðárkróki, Hákarlaskipstjóri Reykjum, bóndi Ystahóli 1910 og Sauðárkróki. Fékk konungsbréf fyrir giftingunni 28.11.1909 vegna frændseminnar.
        - K.  28. nóv. 1909, Stefanía Guðmundsdóttir, f. 16. des. 1885 Lónkoti Fellshreppi, d. 8. júlí 1944, Sauðárkróki, Ystahóli 1910, organisti Rípurkirkju.
        For.: Guðmundur Ólafsson, f. 10. júní 1863, d. 29. okt. 1954, Oddviti og dbrm. Ási Hegranesi og k.h. Jóhanna Guðný Einarsdóttir, f. 1. apríl 1863 Grímsnesi, d. 26. febr. 1938 að Ási, Sóknarnefndarformaður Ási.
        Börn þeirra:
            a) Jóhanna Guðmundína, f. 5. des. 1909,
            b) Þórhallur, f. 8. sept. 1911,
            c) Einar, f. 16. apríl 1913,
            d) Herdís, f. 9. nóv. 1914,
            e) Björn Ólafur, f. 13. des. 1920.
       
    a   Jóhanna Guðmundína Ásgrímsdóttir, f. 5. des. 1909, d. 30. sept. 1962, vk Sauðárkróki. óg,bl.
       
    b   Þórhallur Ásgrímsson, f. 8. sept. 1911, d. 23. okt. 1925 dr, Sauðárkróki, [ekki getið í Íslendingabók].
       
    c   Einar Ásgrímsson, f. 16. apríl 1913, d. 20. nóv. 1976, Lögregluþjónn Reykjavík.
        - K.  28. okt. 1944, Sigríður Gísladóttir, f. 23. mars 1911, d. 10. maí 1990, Reykjavík.
        For.: Gísli Einarsson, f. 3. nóv. 1884, d. 9. júlí 1931, Verkamaður Reykjavík. og k.h. Ólöf Ásgeirsdóttir, f. 26. ágúst 1883, d. 8. des. 1964, Reykjavík.
        Barn þeirra:
            a) Gísli, f. 5. júní 1948.
       
    ca  Gísli Einarsson, f. 5. júní 1948, Katar, endurhæfingarlæknir Reykjavík, kjörsonur Einars og Sigríðar, foreldrar Ingibjörg G Magnúsdóttir (1924-2009) og Baldur Árnason (1926-2002).
        - K.  26. des. 1970, Sigrún Benediktsdóttir, f. 4. febr. 1949, Katar, sjúkraþjálfi Reykjavík.
        For.: Benedikt Ragnar Benediktsson, f. 29. jan. 1921, d. 10. maí 1997, Bifreiðastjóri Reykjavík. og k.h. Brynhildur Skeggjadóttir, f. 24. sept. 1925 Miðdalsgröf, d. 12. apríl 2007, Reykjavík.
        Börn þeirra:
            a) Ása Björk, f. 21. júní 1979,
            b) Einar Örn, f. 26. jan. 1983.
       
    caa Ása Björk Gísladóttir, f. 21. júní 1979, Reykjavík.
       
    cab Einar Örn Gíslason, f. 26. jan. 1983, Bretlandi, heimspekinemi Reykjavík 2012, blaðamaður Mbl.
       
    d   Herdís Ásgrímsdóttir, f. 9. nóv. 1914, Dó ung., [ekki getið í Íslendingabók].
       
    e   Björn Ólafur Ásgrímsson, f. 13. des. 1920, d. 29. júlí 2015, Sjómaður, vkm og frístundarbóndi Sauðárkróki.Óg bl.


Sjá niðjatré Stefaníu Guðmundsdóttur




Enter supporting content here

Samantekt og skráning: © Guðmundur Paul Scheel Jónsson

                                vardberg[att]simnet.is