Niđjatal Einars Ásgrímssonar og kvenna hans

malmey22388.jpg
Málmey í Skagfirđi. ljósm Mats

arnarstair.jpg
Arnarstađir í Sléttuhlíđ. ljósm Mats

mannskaahll.jpg
Mannskađahóll. ljósm Mats

Forsíđa (frontpage) | Saga | Niđjatal (pedigree, stammbaum) | Ungar (newborn, neugeborene) | Framćtt (Ahnen, ancestors) | Kristbjörg Jónsdóttir | Margrét Jónsdóttir | Sigurbjörg Magnúsdóttir | Sigurbjörg Jónsdóttir | Myndir (photos, bilder) | Heimasíđur (Links) | Afmćlisdagar (birthdays, geburtstags) | Contact | From Adam and Eve | Frosti | Kristbjörg Einarsdóttir

next.gif
Skráđir niđjar 1856

 ţar af: 37 á 19. öld, 1087 á 20. öld og 732á 21. öld.
ađ auki niđjar Sigurbjargar 390samtals 2246

Smelliđ á undirstrikađ til ađ komast áfram
(click on underlined to forward).

vaglirblonduhli.jpg
Vaglir í Blönduhlíđ seinnihluta 19. aldar

sjobudmalmey.jpg
Sjóbúđ í Málmey

Einar Ásgrímsson var fćddur á Mannskađahóli á Höfđaströnd Skagafirđi 29. ágúst 1834 og dáinn á Ási í Hegranesi 6. október 1914.

Foreldrar hans voru Ásgrímur Hallsson f. 1797, d. 1865, bóndi Mannskađahóli og Vatnsenda Höfđaströnd og Guđríđur Einarsdóttir f. 1800, d. 1875 úr Ţingholtum Reykjavík.

Einar ólst upp hjá foreldrum sínum og fór í vinnumennsku, er hann hafđi aldur til. Áriđ 1858 fluttist hann til Eyjafjarđar og var ţar nćstu ár, ţar á međal ađ Látrum viđ Eyjafjörđ, og festi ţar ráđ sitt. Bóndi á Grímsnesi á Látraströnd 1854-67, Vöglum í Blönduhlíđ 1867-70, Illugastöđum í Flókadal 1870-1879. Missti ţá fyrri konu sína Kristínu Jónsdóttur heimasćtu ţar, og brá búi, en nokkur af börnunum voru tekin í fóstur af frćndum og vinum. Nćstu ár dvaldi Einar í Málmey og Lónkoti og stundađi sjó. Bóndi í Málmey 1886-1892, Brćđraá 1892-95 og Arnarstöđum 1895-1900. Brá ţá búi og flutti til Jóhönnu dóttur sinnar ađ Ási í Hegranesi og dvaldi hjá henni og manni hennar til ćviloka.

Einar var ţrekmenni, allhár vexti og hinn gjörvilegasti mađur. Hann var mikill sjómađur og aflasćll, djarfur sjósóknari og ágćtur stjórnari, sem ekki hlekktist á. Um Málmey er sagt í sýslu og sóknarlýsingum: "Í Málmey er viđarreki góđur, ţegar viđur er fyrir. Útrćđi er gott á Bćjarklettum, vor, sumar og framan af hausti...... Best er útrćđi í Málmey, stuttsótt og lending sćmileg í Jarđfallinu."

"Málmey er afbragđs beitarjörđ; er ţar bćđi svo snjóbert alla jafna, hversu mikiđ sem úr lofti fer, og svo landgott líka, en engar eru ţar slćgjur nema á vellinum. Er góđ tađa af honum, en sendinn er hann og harđur".

"... bćnhús var áđur í Málmey en ekki vitađ hvenćr ţađ hefur aflagst og sést enn garđur í kring. Ţađ hefur einasta veriđ handa Málmeyingum."

Kona 1., g. 28.sept 1860, Kristbjörg Jónsdóttir, f. 3. des 1833. Hún var talin dugnađarkona. Börn ţeirra Einars voru mörg en ţessi náđu ţroskaaldri: Anna Málfríđur f 2. desember 1861, Jóhanna Guđný f. 1. apríl 1863, Garibaldi f. 1. júní 1864, Svava f. 29. nóv. 1865,  Hallur f. 11. nóvember 1870, Elíná f. 16. október 1874 og Ásgrímur f. 1. maí 1877. Börn ţeirra hjóna sem létust í barnćsku voru: Viktoría f 15. ágúst 1860 d. 26. ágúst 1860, María f. 20. nóvember 1866, Guđfinnur f 30. mars 1872 d. 20. jan. 1874, María f 8. júní 1873 d. 21. júni 1873 og María f 13. nóv 1875 d. 20. júli 1878. Áđur átti Kristbjörg, Vilmund Ólafsson f. 29. júlí 1855 d. 4. ágúst 1855.

Kona 2., g. 28. apríl 1886, Sigurbjörg Magnúsdóttir f. 16. ágúst 1853. Sigurbjörg var áđur gift (27. sept 1878) Sigurđi Sigurđarsyni f. 25.des 1852, húsmanni Hvammkoti, dáinn á Hugljótsstöđum 1884, ţeirra synir vorur Sigurđur Ágúst f. 30. ágúst 1880, bóndi á Arnarstöđum og Ingimundur f. 7. maí 1882, bóndi Illugastöđum ov, um aldamótin 1900 slitu ţau Einar samvistum og bjó hún áfram á Arnarstöđum til 1904, ađ hún brá búi og fór í húsmennsku til Sigurđar sonar síns. Ţeirra börn voru Kristbjörg  f. 2. desember 1886, Sigurđur f. 30. maí 1889, Magnús f. 19. apríl 1893, Margrét Anna f. 8. júlí 1894 og Jón Hallsson f. 13. nóvember 1895.

Laundóttir Einars og Margrétar Jónsdóttur f. 12. des. 1860, frá Brćđraá var María  f. 12. september 1882.

Launsonur Einars međ Sigurbjörgu Jónsdóttur f. 16. apríl 1860, frá Ytra-Hóli á Skagaströnd var Kristmundur Eggert f. 16. janúar 1896. Sigurbjörg eignađist síđar barn međ Sölva Kristjánssyni bónda Hornbrekku Höfđaströnd.

Helstu heimildir eru: Skagfirskar ćviskrár I. bindi 1890-1910, Íslendingabók, Skjalasafn Mormóna í Utha USA, manntöl, vinir og vandamenn.

 


Samantekt og skráning: © Guđmundur Paul Scheel Jónsson

                                vardberg[att]simnet.is