Niðjatal Einars Ásgrímssonar og kvenna hans

Garibaldi Einarsson

Niðjatal Garibalda Einarssonar og Margrétar  Pétursdóttur
Mið-Hóli Sléttuhlíð og Engidal Siglufirði

Skráðir niðjar: 459

05_saudanes-engidalur.jpg

Garibaldi og kona hans hófu sjálfstæðann búskap á Mannskaðahóli 1892 og bjuggu þar til 1894, Fagaranesi á Reykjaströnd 1894-1895, Málmey 1895-99, Mið-Hóli í Sléttuhlíð 1899-1908, er þau fluttu í Engidal við Siglufjörð og bjuggu þar til dauðadags. Garibaldi stundaði sjó með búskapnum, var lengi formaður á bátnum "Emmu". sem Erlendur Pálsson, verslstj í Grafarósi átti. Einnig var hann margar vertíðir með bátinn "Níní". Milli vertíða var aflað fanga í Málmey.

 Garibaldi var meðal maður á hæð, en þrekinn, prúðmenni í framkomu og ávallt eins og hann var séður. Stjórnsamur sjósóknari og sóttust menn eftir skiprúmi, þar sem hann var formaður, Þegar sjórinn var ekki stundaður, var fengist við tóvinnu, smíðar og vefnað með búverkum.                         (Skagf. æviskrár 1890-1910 III bindi bls 62).

                Um snjóflóðin í Engidal 1919 má ma. lesa í bókinni Siglufjörður 1818-1918-1988 eftir Ingólf Kristinsson, bls 262. Þar fórust Margrét Pétursdóttir, ekkja 49 ára, Pétur Garibaldason, sonur hennar og fyrirvinna heimilisins, 26 ára, Sigríður Pálína Garibaldadóttir 21. árs, Málfríður Anna Garibaldadóttir, 19 ára, Gísli Gottskálksson, húsmaður, 28 ára, eiginmaður Málfríðar Önnu, Kristólína Kristjánsdóttir, tökubarn, 6 ára og Halldóra Guðmundsdóttir, vinnukona, 76 ára. 5 af Engidalssystkinunum voru ekki heima, Jóhann, Hallgrímur og Ásgrímur voru á hákarlaskipi sem statt var á Ísafirði, en tvö yngstu Indíana og Óskar voru að heiman í skóla. Engidalsfólkið (7 manns), ásamt 7 af þeim sem fórust á Siglufirði og tveimur úr Héðinsfirði, alls 16 mann, voru jarðsett 25. apríl 1919, í einni gröf við hlið Garibalda sem lést um sumarið.

    Fréttir af snjóflóðinu bárust þannig að menn höfðu farið sjóleiðis frá Siglufirði, en þegar þeir komu út á móts við Úlfsdali sáu þeir hvergi bæinn Engidal en sáu hins vegar að þar hafði snjóskriða fallið. Voru menn sendir í skyndi til að athuga hvernig umhorfs væri og reyndist aðkoman ömurleg. Þegar grafið var niður að baðstofunni kom í ljós að hún hafði fallið niður undan snjóþunganum og allir heimilismenn látist. Eina lifandi veran sem slapp úr snjóflóðinu var heimilishundurinn Skoppa.

   Fólkið kafnaði í snjónum og taldi héraðslæknirinn á Siglufirði að það hefði allt fengið skjótan dauðdaga.

   "Afi minn, Garibaldi Einarsson, hafði búið á þokkalegri jörð í Sléttuhlíð (Mið-Hóli innskot mitt) en flutti út á Engidal til að vera í nágrenni við sjóinn, hann var lengi á hákarlaskipum. Ýmsar kenningar hafa komið fram um hvernig snjóflóðið féll, jafnvel að það hafi breytt um stefnu á hólum innarlega í dalnum. Þetta gat enginn séð fyrir. Ég álít að mjög erfitt sé að koma upp snjóflóðavörnum sem útiloka mannskaða, snjóflóð eru illa útreiknanleg," segir Jón Hallson í viðtali við Mbl 1. Júní 2003.

Mynd af niðjum Garibalda Einarssonar og Margrétar Pétursdóttur

00-00-0477-00.jpg
Helgi Hallsson-Hörður Óskarsson-Margeir Jóhannsson og Jón Hallsson

Forsíða (frontpage) | Saga | Niðjatal (pedigree, stammbaum) | Ungar (newborn, neugeborene) | Framætt (Ahnen, ancestors) | Kristbjörg Jónsdóttir | Margrét Jónsdóttir | Sigurbjörg Magnúsdóttir | Sigurbjörg Jónsdóttir | Myndir (photos, bilder) | Heimasíður (Links) | Afmælisdagar (birthdays, geburtstags) | Contact | From Adam and Eve | Frosti | Kristbjörg Einarsdóttir
next.gif

Enter content here

Smellið á undirstrikað til að komast áfram
(click on underlined to forward).

Garibaldi Einarsson, f. 1. júní 1864, d. 1. ágúst 1918, Bóndi Miðhóli,/Engidal Siglufirði. [skfæ 1890-1910 III]

- K. 16. ágúst 1880, Margrét Petrína Pétursdóttir, f. 13. okt. 1867, d. apríl 1919, Engihlíð, fórst í snjóflóðinu í Engidal.

Börn þeirra:

a) Einar Kristbjörn, f. 22. nóv. 1889, niðjar 163

b) Pétur, f. 30. ágúst 1891, d apríl 1919 í snjóflóði í Engidal

c) Hallur, f. 24. júní 1893, niðjar 83

d) Guðmundur Jóhann, f. 23. des. 1895, niðjar 85

e) Sigríður Pálína, f. 12. ágúst 1897, d apríl 1919 í snjóflóði í Engidal.

f) Málfríður Anna, f. 2. okt. 1900,  d. apríl 1919 í snjóflóði í Engidal.

Unnusti: Gísli Gottskálksson f. 7. júlí 1890, d. apríl 1919 í snjóflóði í Engidal.

g) Ásgrímur, f. 12. des. 1901, niðjar 35

h) Indíana Guðbjörg, f. 17. júní 1904, niðjar 8

i) Óskar, f. 1. ágúst 1908, niðjar 76


Enter supporting content here

Samantekt og skráning: © Guðmundur Paul Scheel Jónsson

                                vardberg[att]simnet.is