Einar Ásgrímsson var fæddur á Mannskaðahóli á Höfðaströnd Skagafirði 29. ágúst 1834 og dáinn á Ási í Hegranesi
6. október 1914.
Foreldrar hans voru Ásgrímur Hallsson f. 1797, d. 1865, bóndi Mannskaðahóli og Vatnsenda Höfðaströnd og
Guðríður Einarsdóttir f. 1800, d. 1875 úr Þingholtum Reykjavík.
Einar ólst upp hjá foreldrum sínum og fór í vinnumennsku, er hann hafði aldur til. Árið 1858 fluttist hann til Eyjafjarðar
og var þar næstu ár, þar á meðal að Látrum við Eyjafjörð, og festi þar ráð sitt. Bóndi á Grímsnesi á Látraströnd
1854-67, Vöglum í Blönduhlíð 1867-70, Illugastöðum í Flókadal 1870-1879. Missti þá fyrri
konu sína Kristínu Jónsdóttur heimasætu þar, og brá búi, en nokkur af börnunum voru tekin í fóstur af frændum og vinum. Næstu
ár dvaldi Einar í Málmey og Lónkoti og stundaði sjó. Bóndi í Málmey 1886-1892, Bræðraá 1892-95
og Arnarstöðum 1895-1900. Brá þá búi og flutti til Jóhönnu dóttur sinnar að Ási í Hegranesi
og dvaldi hjá henni og manni hennar til æviloka.
Einar var þrekmenni, allhár vexti og hinn gjörvilegasti maður. Hann
var mikill sjómaður og aflasæll, djarfur sjósóknari og ágætur stjórnari, sem ekki hlekktist á. Um Málmey er sagt í sýslu og
sóknarlýsingum: "Í Málmey er viðarreki góður, þegar viður er fyrir. Útræði er gott á Bæjarklettum, vor, sumar og framan af
hausti...... Best er útræði í Málmey, stuttsótt og lending sæmileg í Jarðfallinu."
"Málmey er afbragðs beitarjörð;
er þar bæði svo snjóbert alla jafna, hversu mikið sem úr lofti fer, og svo landgott líka, en engar eru þar slægjur nema á
vellinum. Er góð taða af honum, en sendinn er hann og harður".
"... bænhús var áður í Málmey en ekki vitað hvenær það
hefur aflagst og sést enn garður í kring. Það hefur einasta verið handa Málmeyingum."
Kona 1., g. 28.sept 1860, Kristbjörg Jónsdóttir, f. 3. des 1833. Hún var talin dugnaðarkona.
Börn þeirra Einars voru mörg en þessi náðu þroskaaldri: Anna Málfríður f 2. desember 1861, Jóhanna Guðný f. 1. apríl 1863, Garibaldi f. 1. júní 1864, Svava f. 29. nóv. 1865, Hallur f. 11. nóvember 1870, Elíná f. 16. október 1874 og Ásgrímur f. 1. maí 1877. Börn þeirra hjóna sem létust í barnæsku voru: Viktoría f
15. ágúst 1860 d. 26. ágúst 1860, María f. 20. nóvember 1866, Guðfinnur f 30. mars 1872
d. 20. jan. 1874, María f 8. júní 1873 d. 21. júni 1873 og María f 13. nóv 1875 d. 20. júli
1878. Áður átti Kristbjörg, Vilmund Ólafsson f. 29. júlí 1855 d. 4. ágúst 1855.
Kona 2., g. 28. apríl 1886, Sigurbjörg Magnúsdóttir f. 16. ágúst 1853. Sigurbjörg var áður gift
(27. sept 1878) Sigurði Sigurðarsyni f. 25.des 1852, húsmanni Hvammkoti, dáinn á Hugljótsstöðum 1884, þeirra synir vorur Sigurður Ágúst f. 30. ágúst 1880, bóndi á Arnarstöðum og Ingimundur f. 7. maí 1882, bóndi Illugastöðum ov, um aldamótin 1900 slitu þau Einar samvistum og bjó
hún áfram á Arnarstöðum til 1904, að hún brá búi og fór í húsmennsku til Sigurðar sonar síns. Þeirra börn voru Kristbjörg f. 2. desember 1886, Sigurður f. 30. maí 1889, Magnús f. 19. apríl 1893, Margrét Anna f. 8. júlí 1894 og Jón Hallsson f. 13. nóvember 1895.
Laundóttir Einars og Margrétar Jónsdóttur f. 12. des. 1860, frá Bræðraá var María f. 12. september 1882.
Launsonur Einars með Sigurbjörgu Jónsdóttur f. 16. apríl 1860, frá Ytra-Hóli á Skagaströnd var
Kristmundur Eggert f. 16. janúar 1896. Sigurbjörg eignaðist síðar
barn með Sölva Kristjánssyni bónda Hornbrekku Höfðaströnd.
Helstu heimildir eru: Skagfirskar æviskrár I. bindi 1890-1910, Íslendingabók, Skjalasafn Mormóna í Utha USA, manntöl,
vinir og vandamenn.